Skip to content

Commit

Permalink
Merge pull request #1643 from heragauta/patch-1
Browse files Browse the repository at this point in the history
Create spokelsesjakten_is.md
  • Loading branch information
steinoro authored Apr 29, 2024
2 parents 0ee0186 + 7a43d62 commit 484db9f
Showing 1 changed file with 286 additions and 0 deletions.
286 changes: 286 additions & 0 deletions src/scratch/spokelsesjakten/spokelsesjakten_is.md
Original file line number Diff line number Diff line change
@@ -0,0 +1,286 @@
---
title: Draugaveiðin
level: 1
author: 'Þýtt frá [Code Club UK](//codeclub.org.uk)'
translator: 'Hera Gautadóttir'
language: is
---


# Inngangur {.intro}

Þetta verkefni er innblásið af leiknum __Whack-a-mole__, þar sem moldvörpur
birtast upp úr holunum sínum og markmiðið er að ná að slá þær aftur ofan í.
Í þessu spili verða draugar sem hverfa þegar smellt er á þá. Markmið leiksins
er að ýta á sem flesta drauga á undir 30 sekúndum.

![Illustrasjon av et ferdig spøkelsejakt spill](spokelsesjakten.png)


# Skref 1: Búðu til fljúgandi draug {.activity}

## Gátlisti {.check}

- [ ] Búðu til nýtt Scratch-verkefni.

- [ ] Eyddu katta teikningunni með því að hægrismella á hana og velja `eyða`

- [ ] Breyttu bakgrunninum í `Woods`.

- [ ] til að bæta við draug ýtir þú á
![Velg figur fra biblioteket](../bilder/hent-fra-bibliotek.png)-takkann.
Veldu `Ghost`-teikninguna.

- [ ] Nefndu drauginn `draugur1`.

Nú skalt þú __búa til breytu__ sem stjórnar hversu hratt draugurinn hreyfir
sig. Við getum svo seinna notað þetta til að auka hraða draugsins eftir því
sem líður á leiknum.

- [ ] Undir `Kóði`{.blocklightgrey}, smelltu á `Breytur`{.blockdata} og svo
`Smíða breytu`. Kallaðu breytuna `hraði`. Hakaðu við þar sem stendur
`Aðeins fyrir þessa teikningu`.

- [ ] Á sviðinu ætti breytan að heita `draugur1: hraði`. Ef hún heitir
bara `hraði`, skaltu eyða henni og reyna aftur.

- [ ] Afhakaðu við hliðina á breytunni svo hún sjáist ekki
- [ ] á skjánum: ![Bilde av hvordan ikke vise hastighet variabelen](hastighet.png)

- [ ] Við viljum að draugurinn hreyfist þegar leikurinn hefst. Við gerum það
með því að búa til þennan kóða:

```blocks
þegar smellt er á @greenflag
láttu [hraði v] verða [3]
endalaust
fara (hraði) skref
end
```

## Prófaðu verkefnið {.flag}

__Smelltu á græna fánann.__

- [ ] Svífur draugurinn yfir skjáinn?

- [ ] Af hverju er draugurinn fastur þegar hann lendir á kantinum?

## Gátlisti {.check}

- [ ] Til að koma í veg fyrir að draugurinn festist í kantinum þurfum við
að fá hann til að snúa við þegar hann lendir á kantinum. Þetta gerum við
með `ef á kanti, snúðu við kubbinum`{.blockmotion}.
Þá lítur kóðinn okkar svona út:

```blocks
þegar smellt er á @greenflag
láttu [hraði v] verða [3]
endalaust
fara (hraði) skref
ef á kanti, snúðu við
end
```

- [ ] Til að koma í veg fyrir að draugurinn fari á hvolf skulum við ýta á `Átt`
kassann fyrir ofan teikninguna.
Veldu snúninginn í miðjunni ("vinstri/hægri").

![venstre/høyre](../bilder/rotasjonsmate-hv.png)

## Prófaðu verkefnið {.flag}

__Smelltu á græna fánann.__

- [ ] Flýgur draugurinn fram og aftur?

- [ ] Snýr draugurinn í rétta átt?

## Prófaðu! {.challenge}

- [ ] __Breyttu hraðabreytunni__, þannig að draugurinn fari hraðar eða
hægar.

- [ ] Hvernig getum við fengið drauginn til að __fljúga hraðar því lengur
sem hann flýgur?__ (Þetta getur verið flókið svo ekki örvænta ef þig dettur
ekki í hug nein leið. Þú átt eftir að fá fleiri vísbendingar.)


# Skref 2: Fáum drauginn til að birtast og hverfa {.activity}

*Til að gera leikinn skemmtilegri viljum við að draugurinn birtist
og hverfi.*

## Gátlisti {.check}

- [ ] Við búum til nýan kóða sem á að keyra á sama tíma og kóðinn sem
hreyfir drauginn.Nýji kóðinn mun láta __drauginn birtast í ákveðinn
tíma__ og __fela drauginn í ákveðinn tíma__. DÞetta á að gerast aftur
og aftur þangað til að leiknum er lokið. Svona gerir þú kóðann:

```blocks
þegar smellt er á @greenflag
endalaust
birta
bíða í (velja tölu á milli (3) og (5) af handahófi) sekúndur
fela
bíða í (velja tölu á milli (2) og (4) af handahófi) sekúndur
end
```

## Prófaðu verkefnið {.flag}

__Smelltu á græna fánann.__

- [ ] Flýgur draugurinn fram og tilbaka?

- [ ] Hverfur hann og birtist til skiptis endalaust?

## Prófaðu! {.challenge}

- [ ] Prófaðu að __breyta tölunum í kóðanum__ þar sem stendur `velja tölu á milli _
og _ af handahófi`{.blockoperators}. Hvað gerist þegar þú velur mjög stórar
eða litlar tölur? (Þetta gæti gefið þér nýja vísbendingu um það hvernig
við látum drauginn til að fara hraðar því lengur sem leikurinn er í gangi.)


# Steg 3:Látum drauginn hverfa með smelli! {.activity}

*Til að gera þetta almennilega þarf spilarinn að hafa eitthvað að
gera – til dæmis að ýta á drauginn. Þegar það gerist viljum við
líka að það komi skemmtilegt hljóð!*

## Gátlisti {.check}

- [ ] Smelltu á `Hljóð`{.blocklightgrey}-flipann, bættu við nýju hljóði
með takkanum sem er niðri og til vinstri. Leitaðu að hljóðinu `Fairydust`
í leitarstrengnum og bættu því við. Nú er hægt að bæta því við í kóða
draugsins.Búðu til kóðann sem fær drauginn til að hverfa þegar
smellt er á hann:

- [ ] Búðu til kóðann sem fær __drauginn til að hverfa__ þegar
smellt er á hann:

```blocks
þegar smellt er á þennan karakter
fela
spila hljóð [fairydust v]
```

## Prófaðu verkefnið {.flag}

__Smelltu á græna fánann.__

- [ ] Hverfur draugurinn með hljóði þegar þú smellir á hann?

## Prófaðu! {.challenge}

- [ ] Spurðu einhvern fullorðinn hvort þú megir taka upp
þitt eigið hljóð. Þú gætir notað hljóðið í staðinn fyrir `Fairydust`.


# Skref 4: Bættu við tíma og stigum {.activity}

*Við erum með draug sem hverfur á brott og nú viljum við fá stig
fyrir það! Við viljum einnig fá takmarkaðan tíma til að fá eins
mörg stig og við mögulega getum. Við getum leyst hvoru tveggja með
því að nota breytur.*

## Gátlisti {.check}

- [ ] Búðu til nýja breytu sem heitir `Stig`{.blockdata}. Breytan á
að gilda `Fyrir allar teikningar`. Bættu við nýjum kubbi sem breytir
`Stig`{.blockdata}-breytunni um 1 í hvert skipti sem ýtt er á drauginn.

```blocks
þegar smellt er á þennan karakter
fela
spila hljóð [fairydust v]
breyttu [Stig v] um (1)
```

- [ ] Smelltu á `Svið` og búðu til nýja breytu sem heitir `Tími`{.blockdata}.
Láttu breytuna sjálst á skjánum.

- [ ] Búðu til nýjan kóða sem setur `Tími`{.blockdata}-breytuna á
__30__ og `Stig`{.blockdata}-breytuna á __0__ þegar smellt er á
græna fánann.

- [ ] Notaðu `endurtaka þar til`{.blockcontrol}-kubb til að bíða í __1__
sekúndu og svo minnka tímann um 1 sekúndu. Skipunin á að keyra
þar til að tíminn er runninn út. Í lokin stoppar þú allan leikinn
með `stöðva allt`{.blockcontrol}-kubb.

```blocks
þegar smellt er á @greenflag
láttu [Tími v] verða [30]
láttu [Stig v] verða [0]
endurtaka þar til <(Tími) = [0]>
bíða (1) sekúndur
breyttu [Tími v] um (-1)
end
stöðva [allt v] :: control
```

## Prófaðu verkefnið {.flag}

__Smelltu á græna fánann.__

## Prófaðu! {.challenge}

- [ ] Hvernig getur þú fengið drauginn til að fara hraðar
eftir því sem tímanum líður?

## Vistaðu verkefnið {.save}

- [ ] __Vel gert!__ Leikurinn er tilbúinn en reyndu endilega
við næstu skref.


## Auka áskorun: Fleiri draugar! {.challenge}

*Ef einn draugur er skemmtilegur er líklegt að fleiri væri betra!
Reynum nú að búa til þrjá drauga sem fljúga um!*

- [ ] __Búðu til fleiri drauga__ með því að hægri smella á þann
sem þú hefur nú þegar og tvöfaldaðu hann.

- [ ] __Láttu draugana vera misstóra__. Þetta getur þú gert með
því að velja draug og smella á `Stærð`-reitinn og breyta tölunni.

- [ ] Einnig getur þú __breytt hraða drauganna__. Þetta getur þú gert
í `hraði`{.blockdata}-breytunni efst í kóða hvers draugs.

- [ ] Í lokinn getur þú __dreift úr draugunum__ yfir sviðið. Þú gerir
það með því að ýta á draugana og draga þá um sviðið.

## Prófaðu verkefnið {.flag}

__Smelltu á græna fánann.__

- [ ] Ertu með þrjá drauga sem fljúga fram og tilbaka?

- [ ] Hverfa draugarnir og birtast aftur?

- [ ] Hverfa þeir þegar þú ýtir á þá?

Til hamingju! Þú hefur náð að búa til leik!

## Prófaðu! {.challenge}

- [ ] Hversu margir draugar finnst þér virka best fyrir leikinn?
__Bættu við fleirum__ og prófaðu!

- [ ] Nærðu að fá draugana til að __líta mismunandi út__? Smelltu á
`Búningar`{.blocklightgrey} og prófaðu þig áfram. Þú getur líka
valið eitthvern af kubbunum undir `Útlit`{.blocklooks}.

- [ ] Getur þú látið draugana verða __mis mikils stiga virði?__ Hvað
með að láta minnsta og hraðasta drauginn verða 10 stiga virði?

## Vistaðu verkefnið {.save}

*Leikurinn er tilbúinn. Vel gert! Nú geturðu spilað!*

Ef þú forritaðir leikinn með Scratch-reikningnum þínum geturðu deilt honum með
öðrum þegar þú smellir á `Deila` efst á skjánum.

0 comments on commit 484db9f

Please sign in to comment.